Picnic tortillarúllur

Fyrir 1

Hráefni

1 original tortilla frá Mission (fæst t.d. í Krónunni)

1-2 msk Philadelphia rjómaostur

2 tsk pestó með tómötum og ricotta osti frá Filippo Berio

2-3 msk rifinn cheddar ostur

4 sneiðar þunnskorin kalkunaskinka

3 sneiðar salami

Salatblöð

3 kirsuberjatómatar, smátt skornir

Aðferð

Smyrjið tortilluna með rjómaosti. Dreifið pestóinu þvert í miðjuna á tortillunni.

Stráið cheddar ostinum yfir allt saman.

Dreifið kalkúnaskinkunni, salami, salatblöðum og tómötunum þvert í miðjuna.

Rúllið tortillunni upp og skerið í litla bita. 

Súkkulaðihúðuð ber

Hráefni

Milka mjólkursúkkulaði

Hvítt súkkulaði

Jarðaber

Aðferð

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir berin. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað.

Vinó mælir með: Lamberti Prosecco Rose Extra Dry Millesimato með þessum rétti.

Uppskrift: Hildur Rut

Post Tags
Share Post