Ostabakki með salamírós og bökuðum osti með myntu og jarðarberjum

 

Hráefni

1 x Brie ostur

200 g jarðarber (skorin í teninga)

1 msk. púðursykur

1 msk. balsamik glaze

2 msk. hunang

1 lúka saxaðar kasjúhnetur

Nokkur myntulauf (söxuð)

 

Aðferð

Hitið ofninn í 180°C og setjið ostinn í eldfast mót.

Bakið hann í um 10 mínútur og útbúið jarðarberjatoppinn á meðan.

Hitið saman púðursykur, balsamik glaze og hunang þar til sykurinn er bráðinn.

Takið af hellunni og hrærið jarðarberjunum varlega saman við.

Hellið yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og toppið með söxuðum kasjúhnetum og vel af myntu.

 

Annað á ostabakka

Salamirós (ég notaði ítalska salami með kryddkanti, um 10 sneiðar)

Grissini stangir vafðar í hráskinku

Chili sulta

Grettir ostur

Möndlur

Döðlur

Súkkulaðihjúpaðar hnetur og ávextir

Jarðarber

Ostateningar (Gouda sterkur)

Ritz kex/annað kex

Með fallegu sólskini passar einstaklega vel að bjóða upp á rósavín með ostunum, það er klárlega hin fullkomna tvenna!

Vínó mælir með: Louis Jadot Chablis með þessum rétti.

Uppskrift: Matur & Myndir

Share Post