Melónusalat

Hráefni

1/​3 vatns­mel­óna

Fersk basilíka

Fetaostur 

Furuhnetur

Balsamik gljái

Aðferð

Flysjið mel­ón­una og skerið hana í ten­inga. Takið disk eða skál og stráið góðu lagi af ferskri basilíku, furuhnetum og fetaosti yfir. Stráið því næst balsamik gljáa yfir sal­atið.

Njótið á góðum sum­ar­degi með glasi af Cune Pale Rosado.

Við mælum með Cune Pale Rosado með þessari uppskrift.

Uppskrift: Linda Ben