Lax í mangó chutney

Hráefni

1 msk ólífu olía

700 g lax (eða það magn sem hentar)

400 g kartöflur

4 msk kúfaðar mangó chutney

1 hvítlauksrif

½ dl möndlur

Salt og pipar

Klettasalat

 

Aðferð

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Skrælið kartöflurnar og skerið í strimla.

Smyrjið eldfastmót eða bakka með ólífu olíu og setjið kartöflurnar á bakkann, kryddið með salti og pipar, setjið inn í ofn á meðan laxinn er útbúinn.

Setjið mangó chutney í skál og rífið hvítlauksrifið út í og kryddið með salti og pipar.

Skolið laxabitana og sjáið hvort það séu nokkuð bein sem þarf að fjarlægja.

Saxið möndlurnar.

Þegar kartöflurnar hafa verið inn í ofni í u.þ.b. 10 mín takið þá út úr ofninum og bætið laxinum á bakkann. Smyrjið laxinn vel með mangó chutney og dreyfið möndunum yfir.

Bakið inn í ofni í u.þ.b. 15-20 mín en tíminn fer eftir þykkt laxins.

Berið fram með klettasalati.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben