Lamba prime með stökku grænkáli, gulrótar purée og heimalöguðu kryddsmjöri

Fyrir 2

Uppskrift

Lamba prime, 2x 250 g

Lambakrydd úr 1001 nótt, 1 tsk / Pottagaldrar

Hvítlaukur, 4 rif 

Kartöflur, 350 g

Gulrætur, 200 g

Steinselja, 5 g

Grænkál, 40 g

Smjör, 40 g

 

Aðferð

Setjið lambakjötið í skál með olíu, 1 tsk af flögusalti, lambakryddi og 1 pressuðu hvítlauksrifi. Látið marinerast í a.m.k. 1 klst eða yfir nótt.

Takið kjötið úr kæli 1 klst áður en elda á matinn ásamt 40 g af smjöri.

Setjið smjörið í skál þegar það er orðið mjúkt ásamt smá salti, 1 pressuðu hvítlauksrifi og saxið helminginn af steinseljunni saman við. Stappið vel saman.

Skerið kartöflur í bita og veltið upp úr olíu og salti. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 30-35 mín. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður. Pakkið restinni af hvítlauk þétt inn í álpappír ásamt smá olíu og salti. Bakið inni í ofni með kartöflunum í 30 mín. Saxið restina af steinseljunni og stráið yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum.

Skrælið gulrætur og skerið í bita. Setjið í lítinn pott ásamt svolitlu salti og hyljið með vatni. Náið upp suðu og sjóðið gulræturnar í 10-15 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Maukið gulræturnar og bakaða hvítlaukinn með töfrasprota. Bætið við smjöri eftir þörfum þar til silkimjúkt purée hefur myndast. Smakkið til með salti.

Hitið olíu á pönnu við miðlungshita og brúnið lambakjötið á öllum hliðum í um 5 mín samtals. 

Færið kjötið í eldfast mót og bakið í um 12-15 mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 65°C. Gott er að notast við kjöthitamæli til þess að tryggja að réttum kjarnhita hafi verið náð. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mín áður en skorið er í það.

Rífið grænkál frá stilkunum í munnbitastærðir. Veltið upp úr olíu og smá salti og dreifið yfir ofnplötu. Bakið inni í ofni í 5-7 mín eða þar til grænkálið er orðið stökkt.

Berið fram marinerað lamba prime með stökku grænkáli, gulrótar purée og heimalöguðu kryddsmjöri.

Vínó mælir með: Adobe Reserva Syrah með þessum rétt. 

Uppskrift: Matur & Myndir