Kjúklingur í grænu karrý
Hráefni
500-600 g úrbeinuð kjúklingalæri
Salt og pipar
Ólífuolía til steikingar
3-4 msk grænt karrý frá Blue dragon
1 msk rifinn engifer
2 hvítlauksrif, rifin eða kramin
6 vorlaukar, smátt skornir
3 dl sykurbaunir
4-5 dl brokkólí
12-14 stk baby corn (lítill maís)
1 dós kókosmjólk frá Blue dragon
Toppa með:
Vorlauk
Kóríander
Chili
Radísuspírum (eða öðrum spírum)
Bera fram með:
Hrísgrjónum frá Tilda Basmati
Aðferð
Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikja í potti eða á pönnu upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Skerið vorlauk smátt. Skerið sykurbaunir, brokkólí og baby corn í minni bita.
Steikjið vorlauk, engifer og hvítlauk upp úr ólífuolíu.
Blandið grænu karrý saman við.
Bætið grænmetinu saman við og hrærið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk.
Blandið kókosmjólkinni saman við og leyfið að malla í 5-10 mínútur.
Toppið með vorlauk, radísuspírum, chili sneiðum og kóríander.
Berið fram með hrísgrjónum og njótið.