Kjúklingaschnitzel með kartöflum, salati og hvítlaukssósu

Fyrir 2

 

Hráefni

Kjúklingabringur, 2 stk / Litlar bringur helst. Ef bringurnar eru stórar og þykkar er best að skera þær í tvennt langsum eftir miðjunni. Þannig mun eldunartíminn verða styttri og jafnari.

Egg, 1 stk

Dijon sinnep, 0,5 msk

Panko brauðraspur, 1,5-2 dl / Fæst í asísku deildinni í flestum matvörubúðum

Hvítvínsedik, 1 msk

Kartöflusmælki, 350 g

Hvítlaukur, 3 lítil rif

Timian ferskt, 2 g

Klettasalat, 20 g

Smátómatar, 60 g

Vínber, 60 g

Sítróna, 1 stk

Japanskt majónes, 3 msk

Sýrður rjómi, 3 msk

Aðferð

Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og ½ pressað hvítlauksrif. Smakkið til með salti og ½ hvítlauksrifi til viðbótar ef þarf. Geymið í kæli.

Týnið timianlaufin af greinunum og saxið smátt. Hrærið hvítvínsediki saman við saxað timian, 1 tsk sykur og 0,5 msk ólífuolíu. Geymið.

Pískið saman egg, sinnep og 1 msk af vatni. Dreifið panko raspi yfir grunnan disk og 0,5 dl af hveiti yfir annan grunnan disk.

Leggið kjúklingabringu á milli tveggja laga af bökunarpappír. Lemjið með flötum kjöthamri eða litlum potti þar til kjúklingurinn er um 1 cm að þykkt. Saltið og piprið á báðum hliðum. Endurtakið með restina af kjúklingnum.

Skerið kartöflur í tvennt og leggið í pott með 2 hvítlauksrifjum. Hyljið með vatni og saltið rausnarlega. Náið upp suðu og sjóðið þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn, sirka 10 mín. Sigtið vatnið frá kartöflunum og setjið kartöflurnar í skál með timianblöndunni og blandið vel saman. Geymið.

Dýfið hverri sneið af kjúkling á báðum hliðum í hveitið, því næst í eggjablönduna og látið mesta vökvann renna af. Þrýstið kjúklingnum að lokum í panko raspinn og leggið til hliðar.

Setjið rúmlega 1 cm lag af hitaþolinni olíu, td avocado olíu á pönnu og hitið þar til olían er farin að titra/glitra. Steikið 2 sneiðar af schnitzel í einu í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til raspurinn er orðinn fallega gylltur og kjúklingurinn hvítur í gegn og fulleldaður.

Leggið schnitzelið á disk eldhúspappírsklæddan disk til þerris.

Sneiðið tómata og vínber. Skerið sítrónu í sneiðar. Setjið tómata og vínber í skál með klettasalati, skvettu af ólífuolíu og kreistu af sítrónusafa.

Skiptið schnitzel, kartöflum og salati  á milli diska ásamt sítrónusneið. Berið fram með hvítlaukssósu.

Vinó mælir með: Vicar’s Choice Riesling með þessum rétt.

Uppskrift: Matur og Myndir