Hvítsúkkulaðimús með berjum og myntu

Hráefni

Hvítt súkkulaði, 100 g

Rjómi, 150 ml

Philadelphia rjómaostur, 100 g

Flórsykur, 2 msk

Vanillustöng, 1 stk

Jarðarber & bláber eftir smekk

Fersk mynta

Aðferð

  1. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Setjið rjómaost og vanillufræ í skál ásamt 2 msk af flórsykri og þeytið með handþeytara þar til blandan er ljós og létt.
  2. Bræðið súkkulaðið í skál yfir vatnsbaði eða hitið í 10 sek í einu í örbylgjuofni þar til súkkulaðið er bráðið.
  3. Þeytið hvítsúkkulaðið saman við rjómaostinn.
  4. Þeytið rjóma í skál en varist að stífþeyta hann. Notið sleikju til þess að blanda rjómanum varlega saman við rjóma og súkkulaðiblönduna.
  5. Skiptið á milli 2-3 skála og skreytið með berjum og myntu.

Vínó mælir með: Pizzolato Moscato Dolce með þessum rétti.

Uppskrift: Matur&Myndir