Vínin með uppskerunni

Það er farið að skyggja á kvöldin, dagurinn er farinn að styttast jafnt og þétt og þá er fátt betra en að kveikja á kerti, hlusta á ljúfa tónlist og gera vel við sig í mat og drykk. Haustið er einmitt tími sælkera, ný uppskera kemur á markaðinn, ferskt grænmeti og nýtt kjöt. Í Mið- og Suður-Evrópu eru uppskeruhátíðir vikulegir viðburðir yfir haustið og er nýrri uppskeru gjarnan fagnað með veisluhöldum og fjöri. Hvernig væri að gera slíkt hið sama og njóta gjafa nátttúrunnar með glasi af góðu víni? Vinó tók saman nokkur spennandi vín sem gaman er að prófa með haust uppskerunni.

 

Adobe Reserva Sauvignon Blanc

Bragðlýsing:  Ljóslímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Límóna, sólberjalauf, steinefni.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Chile

Hérað: Valley De Central

Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A.

Þrúga: Sauvignon Blanc

Verð: 2099 kr.

Passar með: Fjölbreyttum grænmetisréttum, t.d. salötum eða rótargrænmetisréttum en það rennur líkja ljúflega niður eitt og sér.

 

Willm Riesling Reserve

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, græn epli, ferskja, olía.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Frakkland

Hérað: Alsace

Framleiðandi: Willm

Þrúga: Riesling

Verð: 2599 kr.

Passar með: fjölbreyttum grænmetisréttum, t.d. salötum eða rótargrænmetisréttum. Passar líka vel með ljósu kjöti. 

Adobe Reserva Pinot Noir

Bragðlýsing:  Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Hindber, jarðarber, laufkrydd, skógarbotn.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Chile

Hérað: Valley De Central

Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A.

Þrúga: Pinot Noir

Verð: 2099 kr.

Passar með: gratíneruðum grænmetisréttum eða salötum og rótargrænmeti.

Muga White

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, gul epli, hunangsmelóna.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Spánn

Hérað: Rioja

Framleiðandi: Bodegas Muga

Þrúga: Viura 90, Malvasia 10%

Verð: 2799kr.

Passar með: fjölbreyttum grænmetisréttum, smárréttum og hentar líka vel með fiski og skelfiski.

Ramon Roqueta Garnacha

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Höfugt. Brómber, plóma, laufkrydd, lyng.

Styrkleiki: 14% vol

Land: Spánn

Hérað: Catalunya

Framleiðandi: Bodegas 1898 S.L

Þrúga: Garnacha

Verð: 1899kr.

Passar með: Hentar sérstaklega vel með grænmetisréttum, bökuðu eggaldin með bræddum osti og passar líka mjög vel með pottréttum og kjúklingi.

Saint Clair Sauvingon Blanc

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Stikilsber, sólberjalauf, græn epli.

Styrkleiki: 12,5% vol

Land: Nýja Sjáland

Hérað: Marlborough

Framleiðandi: Saint Clair Family Estate.

Þrúga: Sauvignon Blanc

Verð: 2599 kr.

Passar með: fjöldbreyttum grænmetis og smárréttum, fiskréttum, skelfiski og ljósu kjöti.

Adobe Reserva Merlot

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Paprika, plóma, trönuber.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Chile

Hérað: Valley De Central

Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A.

Þrúga: Merlot

Verð: 2099 kr.

Passar með: grænmetisréttum sem innihalda brauð og ost. Prófið til dæmis með grænmetislasagna eða með bökuðu eggaldin með mozzarella osti og parmesan.

Post Tags
Share Post