Helgarvínið, Hess Select Cabernet Sauvignon, er nýtt vín í Vínbúðunum og kemur frá einum virtasta vínframleiðanda í Kaliforníu, The Hess Collection. Vínið hefur fallegan rúbín rauðan lit með ilm af rauðum berjum og dökkum kirsuberjum. Einnig má finna vott af anís, negul, eik og vanillu. Vín með góða fyllingu, ferska sýru og miðlungstannín. Frábært vín með rauðu kjöti. Við mælum einnig með að þið prófið vínið með bacon borgara með mildum bræddum gráðosti, steiktum portobello sveppum og karamelluðum lauk.

Share Post