Laurent Miquel L‘Artisan Rouge 2014

 

Vinotek segir;

L’Artisan sem mætti þýða sem „handverksmaðurinn“ er fín vínlína frá Languedoc-vínhúsinu Laurent Miquel. Þetta rauðvín hefur töluverðan þokka, mikið af rauðum berjum og skógarberjum í nefi, þurrt, míneralískt og nokkuð kryddað, smá leður og líka vottur af lakkrís. 2.299 krónur. Frábært matarvín á góðu verði, með lambi krydduðu með rosmarín og hvítlauk.

Share Post