Létt rauðvín

Við tengjum hvítvínin ósjálfrátt við sumarylinn, því þau hafa skarpara og meira svalandi bragð auk þess að vera borin fram ennþá kaldari en rauðvínin.  Það breytir því þó ekki að sum rauðvín má vel kæla svolítið þegar heitt er í veðri. Merlot hentar einkar vel til þess að bera fram svalt, og gott Pinot Noir þolir alveg að fara niður í 12 – 13C°.  Ekki er þó ráðlegt að kæla rauðvín niður fyrir tólf gráðurnar því þá fer hitastigið að draga úr bragðinu með afgerandi hætti.  Að sama skapi dregur kælingin eikina og tanníninn í víninu fram.  Ef þú vilt kæla rauðvínsflösku sem er við stofuhita þá eru 25-30 mínútur í kæli passlegur tími.  Hérna eru nokkur létt og sumarleg rauðvín sem við mælum með að þið prófið.

 

Adobe Reserva Pinot Noir

Lífrænt og ljúft rauðvín frá Chile. Ljósrúbínrautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Jarðarber, hindber, laufkrydd, lyng. Frábært vín, prófið að kæla það örlítið.

Ramon Roqueta Reserva 

Kirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk kirsuber, brómber, barkarkrydd, jörð. Prófið með grilluðu íslensku lambakjöti.

 

Laurent Miquel Solas Pinot Noir

Ljóskirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Kirsuber, brómber, laufkrydd. Mjög skemmtilegt vín. Prófið með grilluðum kjúkling eða svínakjöti.

 

 

La Chamiza Malbec

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Trönuber, bláber. Mjög léttur og þægilegur Malbec frá Argentínu. Prófið með grilluðu kjúklinga spjóti.