Hvað eru mörg glös í einni flösku af víni?

Þegar talað er um léttvín er jafnan miðað við að úr einni 750 ml flösku fáist 6 glös af víni. Hvert glas tekur þá 125 ml af víni. Þessi viðmiðun er við hæfi þegar um er að ræða vín með mat.

Eftirréttavín á borð við púrtvín, sérrí og sætvín má mæla eins og sterkt áfengi. Þar er talað um „sjússa“ og einn slíkur er 30 ml. Það eru því um 24 einfaldir sjússar í 750 ml flösku af sterku áfengi.

Share Post