Emiliana Coyam 2012
5star

coyam-2012

Vinotek segir;

Coyam er magnað vín frá chilenska vínhúsinu Emiliana. Þrúgurnar koma frá Los Robles búgarðinum í Colchagua-dalnum og þetta er blanda úr  Syrah, Carmenere, Merlot, Cabernet Sauvignon, Mourvédre og Malbec. Ræktunin er lífefld og lífræn.

Dökkt á lit, fjólubláir tónar sem eru að byrja að víkja fyrir byrjandi þroska. Nef vínsins tekur á móti manni heitt, sætt og kryddað, þroskuð dökk ber,  kirsuber, kóngabrjóstsykur og sæt krydd. Það breiðir vel úr sér mjúkt og seyðandi, kryddað og spennandi. 3.499 krónur. Frábær kaup, magnað vín fyrir peninginn.

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

Ég hef nokkuð oft dæmt Adobe-línuna frá víngerðinni Emiliana en þetta hér er af allt annari stærðargráðu. Það er samt sem áður lífrænt einsog Adobe-vínin og góður kostur fyrir þá sem telja sjálfum sé trú um að þeim líði betur af solleis vínum. Það er blandað úr sex þrúgum en megin-uppistaðan er Syrah, Carménere og Merlot með dassi af Cabernet Sauvignon, Mourvedre og Malbec. Það hefur mjög þéttan fjólurauðan lit og ríflega meðalopinn ilm af aðalbláberjum, …evkalyptus, sólberjum, mintu, rommrúsínum, plómu, þurrkuðum ávöxtum og kryddi. Flókinn og skemmtilegur ilmur. Í munni er það bragðmikið með góða sýru og flauelsmjúk tannín, í mjög góðu jafnvægi og með fína endingu. Eikartunnurnar eru svolítið áberandi en það kaffærir þó ekki þennan fína ávöxt sem er. Þarna eru aðalbláber, sólber, plóma, kirsuber, súkkulaði, sveskja, vanilla og krydd. Mjög stórt og flott vín sem fer vel með bragðmiklu, rauðu kjöti. Verð kr. 3.499.- Frábær kaup.

Skoða vöru í Vínbúðinni

Share Post