Hardys: saga frá gamla tímanum í nýja heiminum

Það þykir iðulega til þess fallið að vekja traust, frekar en hitt, ef vínhús byggir á langri hefð og reksturinn á sér langa sögu. Slíkt er ekki óalgengt þegar víngerðir frá Frakklandi, Ítalíu eða álíka Evrópulöndum eru annars vegar, en er heldur fátíðara þegar um framleiðendur frá “Nýja heiminum” svokallaða er að ræða. En slík vínhús eru þó til og þar á meðal er eitt sem er að finna í Ástralíu. Það er í dag stöndugt stórfyrirtæki með útflutningsumsvif um allan heim en á þó uppruna sinn að rekja til smábæjarins Gittisham í Devon-héraði í Englandi. Þaðan lagði ungur og ævintýragjarn maður af stað til að freista gæfunnar árið 1850, og hann átti svo sannarlega eftir að verða sinnar gæfu smiður í hinni fjarlægu Ástralíu.

Með þrek og þor og þrjátíu pund í vasanum

Um miðja nítjándu öld voru nýlendur breska heimsveldisins sannkallaður  ævintýraheimur sem freistaði margra eldhuga. Þeirra á meðal var tvítugur maður að nafni Thomas Hardy. Hann var fæddur árið 1830 og því ekki nema tvítugur að aldri þegar hann afréð að freista gæfunnar í fjarlægum löndum, nánar tiltekið hinum megin á hnettinum, í Ástralíu. Hann steig því á skipsfjöl, með ferðasjóð upp á 30 pund í vasanum, og lagði drög að því hvernig hann myndi koma undir sig fótunum á nýjum stað. Til þess hafði hann nægan tíma því skipið var óratíma á leiðinni; með allnokkrum viðkomustöðum tók túrinn á þriðja mánuð! Fyrstu árin eftir komuna vann hann baki brotnu og uppskar loks árangur erfiðis síns árið 1853, er hann gat loks keypt landspildu við bakka árinnar Torrens. Hardy var ekki í vafa um hvað hann ætlaði að leggja fyrir sig því meðal þeirra sem hann vann fyrir í upphafi var nefnilega William Reynell, sem var fyrsti vínræktandinn í Ástralíu. Vinur okkar hann Thomas hafði fylgst vel með og þegar hann hafði undirbúið landið um skeið gat hann loks gróðursett vínvið fyrsta sinn.

Einstaklingsframtak verður fjölskyldufyrirtæki – og loks stórveldi

Það var árið 1855. Næstu áratugina óx fyrirtækinu fiskur um hrygg og árið 1887 ákvað Hardy að breyta nafni fyrirtækisins í Thomas Hardy & Sons, enda synir hans þrír allir farnir að láta að sér kveða við reksturinn og þar með komnir réttir aðilar til að taka fyrirtækið inn í 20. öldina. Eftir því sem árin liðu dró gamli maðurinn sig í auknum mæli út úr daglegu amstri. Árið 1912, er Thomas Hardy var orðinn 82 ára, féll hann frá og skildi þá við fyrirtækið – sem hafði sprottið úr 30 pundum og ómældum dugnaði – tilbúið til að takast á við nýja tíma, um leið og stofnandinn var, og er enn, álitinn faðir víngerðar í Suður-Ástralíu.

Allar götur síðan hefur hver kynslóðin af annarri tekið við fyrirtækinu, allt þangað til 1992 er það sett á almennt hlutafjárútboð. Andi, dugnaður og þrautseigjan sem einkenndi frumherjann Thomas Hardy í upphafi einkennir ennþá reksturinn og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar Hardys fagnaði 150 ára afmælinu árið 2003 var vínið frá fyrirtækinu flutt til alls 130 landa víða um heim, 7.6 milljónir kassa af vínflöskum seld á hverju ári, um 2 milljón glös drukkin af Hardys á degi hverjum og flaska keypt fjórðu hverja sekúndu. Geri aðrir betur!

Breitt úrval öndvegisvína – og allir velkomnir í heimsókn

Framleiðsla Hardys er í dag geysifjölbreytt og telur tæplega 40 mismunandi vín – rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín – meira að segja eitt Moscato vín, en það eru hvítvín úr Muscat-þrúgunni sem eiga sívaxandi vinsældum að fagna hin seinni ár enda er þrúgan með hátt sykurinnihald og þar af leiðandi gefur hún af sér vín sem eru einkar auðdrekkanleg, ennfremur af því áfengisinnihaldið er iðulega í lægri kantinum.

Fyrir þá sem eiga leið hjá – það er að segja í Suður-Ástralíu – er vert að benda á að víngerðin býður upp á margs konar heimsóknir, allt frá kynnisferðum um húsakynnin, yfir í mismunandi samsettar vínsmakkanir og loks sögulega skoðunarferð þar sem sagan er rakin allt aftur til upprunans, fyrir meira en 160 árum.

Fyrir okkur sem ekki erum á leiðinni til Ástralíu alveg í bili er aftur á móti gráupplagt að skoða vínin sem í boði eru enda nánast öruggt að hið breiða vöruval hefur upp á eitthvað að bjóða fyrir alla. Hér á eftir eru nokkrar vel valdar uppástungur sem fróðlegt er að para með góðum mat. Við höfum á tilfinningunni að hérna sé langtímasamband í bígerð. Njótið vel!

 

Hardys vín eru fáanleg í verslunum vínbúðanna

Hardys Stamp Shiraz Cabernet Sauvignon

Rauðvín – Meðalfyllt og ósætt

Hardys Nottage Hill Chardonnay

Sítrónugult. Þétt meðalfylling, ósætt, mild sýra. Sítrus, eik, vanilla, ananas, ferskja.

Hardys Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz

Rauðvín – Meðalfyllt og ósætt

Hardys Stamp Chardonnay Semillon

Share Post