Heitt Toffee með Stroh fullkomið fyrir aðventuna

Toffee fyrir tvo

  • 60 ml vatn
  • 200 g sykur
  • 150 g smjör
  • 125 g rjómi

Fyrir einn bolla af heitu Toffee

  • 1-2 Toffee karamellur
  • 100 ml mjólk
  • 30 ml Stroh

Aðferð

Byrjið að láta smjörið mýkjast við stofuhita. Blandið vatni og sykri í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið í 5 – 10 mínútur, eða þangað til að sykurinn og vatnið er orðið að karamellu brúnni sósu. Bætið smjörinu útí án þess þó að hræra í. Þegar smjðrið hefur bráðnað bætið rjómanum varlega saman við. Hitið í 5-10 mínútur í viðbót. Hellið heitri karamellunni í form ofan á bökunarpappír og látið standa þangað til að hún er orðin köld og hörð. Skerið karmelluna í litla bita, pakkið þeim inn í pappír og geymið í kæli. Fyrir heitt toffee, setjið eina til tvær toffee karamellur út í bolla, hellið Stroh romminu út í og fyllið upp með heitri mjólk. Hrærið í og berið fram heitt.

Share Post