Gömul jólahefð –  Aalborg jólaákavíti

Á mörgum dönskum heimilum er beðið í eftirvæntingu eftir að Aalborg jólaákavíti komi á markaðinn. Uppskriftin hefur verið sú sama frá því hún kom út í desember 1982 en flaskan og umbúðirnar hafa verið misjafnar frá jólum til jóla. Jólaákavíti ársins er skreytt af danska listamanninum Timothy Jacob Jensen. Hringirnir tákna hringrás lífsins meðan lóðréttu og láréttu línurnar tákna líf og dauða.

Ákavíti er unnin úr korni sem búið er að eima og bragðbætt með jurtum og kryddi. Kúmen og dill er einkennandi hráefni í jólaákavíti með fínu appelsínu, möndlu og kóríander eftirbragði.    

Jólaákavíti passar vel með t.d smurbrauði, síld eða reyktum og gröfnum laxi. Sumir kjósa að drekka jólaákavíti við stofuhita á meðan aðrir vilja beint úr frystinum, það fer allt eftir smekk.

Post Tags
Share Post