Gin – sem er svo langt frá því að vera bara gin

Þegar minnst er á skosku eyjuna Islay (borið fram “ælah”, merkilegt nokk) þá er skiljanlegt að viðstaddir hugsi fyrst um viskí. Á þessari litlu en stórmerkilegu eyju eru nefnilega framleidd mörg af ástsælustu viskíum Skotlands. Þar á meðal er hið framsækna viskíhús Bruichladdich, sem ber ábyrgð á nokkrum af mergjuðustu viskíum sem komið hafa á markað hin seinni ár, svo sem hið hel-móreykta Octomore sem er bara fyrir lengra komna, hið undurljúfa Laddie Eight sem fyrir allt alvöru smekkfólk á viskí, og hið guðdómlega Black Art, sem er bara fyrir fjársterka. Það blasir því við að þeir hjá Bruichladdich kunna þá list að búa til fantagott áfengi, og hér koma góðu fréttirnar fyrir þá sem kunna að meta hágæða gin – þeir búa líka til gin með sömu faglegu handverks-nálguninni og þeir búa til viskí, og það heitir The Botanist.

eiming botanist

31 tegund jurta sem gera ginið einstakt

Rétt eins og viskímeistarar Bruichladdich leggja áherslu á staðbundna eiginleika hráefnanna frá Islay við gerð hinna einstöku tegunda viskís sem þeir framleiða, þá liggur grundvöllur gingerðarinnar hjá systurfyrirtækinu sem býr til The Botanist að sama skapi í jurtum og lyngi sem vaxa við einstök skilyrði á Islay; hér tryggir síhvikur Atlantshafsgusturinn tandurhreint loft um leið og nálægðin við hafið hefur sitt að segja. Auk hefðbundinna hráefna, sem eru 9 talsins í venjulegu gini, er að finna hvorki fleiri né færri en 22 tegundir villtra jurta sem eru handtíndar (já, í alvöru) á eyjunni af sérfræðingum hússins. Semsagt alls 31 tegund úr jurtaríkinu sem saman mynda göldrótta bragðsinfóníu. Jurtirnar eru það sem gefa gininu bragðið og þær eru það eina sem gefa því bragðið. Engin önnur bragðefni koma nálægt þessu gini. Nafn þessa handverksgins er því ekki út í bláinn: The Botanist þýðir einfaldlega Grasafræðingurinn.

the-botanist-gin-foraged-ingredients-_DSC8758

the-botanist-gin-foraged-foraged-mixology-_DSC9423

Góðir hlutir gerast hægt

Þegar jurtirnar eru í húsi eru þær settar í eimingu til að ná úr þeim öllu himneska bragðinu yfir í vökvann sem verður í kjölfarið að gini. Eimingarferlið tekur heila 17 klukkutíma, sem telst afar langt í þessum bransa, en svona gengur það fyrir sig á Islay; góðir hlutir taka sinn tíma og það hefur enginn áhuga á að flýta þessu ferli, hvorki listamennirnir sem búa til ginið né heldur þeir sem hafa smakkað ginið. Það væri vitaskuld hægt að hraða eimingarferlinu, hafa færri jurtir í uppskriftinni og panta þær tilbúnar annars staðar frá í stað þess að handtína þær – en þá væri The Botanist einfaldlega ekki The Botanist. Og hver myndi vilja það? Ekki nokkur maður.

islay_botanicals

the-botanist-gin-lomond-still-DSC_3563_1

Hvað fer út á frábært gin?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að algengasta leiðin til að njóta góðs gins er að blanda því saman við gott tónik og því hugsa sér eflaust flestir gott til glóðarinnar að búa til góðan G&T þegar þeir komast yfir flösku af þessu úrvalsgini. Sé hins vegar skimað yfir hinar mörgu síður alnetsins þar sem fjallað er um gin, umsagnir gefnar og fleira í þeim dúr, sést ekki bara að The Botanist fær heilt yfir framúrskarandi góða dóma heldur líka að merkilega margir einstaklingar segja ginið svo gott að þeir njóti þess helst beint úr frystinum, hellt yfir fullt af ís og annað þurfi ekki. Okkur grunar nú samt að The Botanist gefi af sér geggjaðan G&T og nú þegar þetta magnaða handverksgin er komið í Vínbúðirnar er lag að prófa og smakka.

TB_Bottle_01_BotanistRocksSlice_0_1

 

1200_headermynd_botanistinnpng

Njótið skynsamlega og skál!

 

Share Post