Alsace Willm í Frakklandi

Frakkland samanstendur af nánast óteljandi víngerðum. Frakklandi er skipt í 21 hérað sem hvert um sig hefur sína vínhefð, misríkulega eins og gefur að skilja. Hvert hérað skiptist í fjölmargar sýslur, og í nánast hverri sýslu er að finna vínekrur og víngerðarhús, eða „château“ eins og þau eru í daglegu tali kölluð. Fjöldinn er því gríðarlegur og afraksturinn misjafn eins og gefur að skilja. Engu að síðar er það svo að bestu framleiðendurnir í Frakklandi eru einfaldlega toppurinn í vínheiminum. Tökum smá snúning á Alsace, vinsælu og virtu héraði í Norð-Austur hluta Frakklands, sem er upprunaland marga framúrskarandi vína, einkum hvítvína.GC-KIRCHBERG--DE-BARR-017Ki  WP_20130613_010

Alsace er það sem Íslendingar kalla iðulega Elsass, upp á þýska vísu. Þar er hvítvínsgerð nánast allsráðandi enda nemur hún um 90% af heildarvínræktinni í héraðinu. Þarna er að finna framúrskarandi hvítvín, þeirra algengust Riesling og svo Gewurztraminer og skammt undan að umfangi eru Pinot Gris og Auxerrois blanc. Freyðivín sem eru framleidd í Alsace eru jafnan nefnd „Crémant d’Alsace“ með sama hætti og freyðivín frá Búrgúnd nefnast „Crémant de Bourgogne. „Champagne“ mega þau ekki kallast nema þau komi frá samnefndum hluta í Bordeaux-héraði.

WP_20130613_12_31_21_Panorama-(2)

Í Alsace er til að mynda að finna hið rótgróna vínhús Alsace Willm sem er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Alsace Willm hóf rekstur sinn árið 1896 og fagnar því 120 ára afmæli á þessu ári. Frá fyrstu tíð hefur Willm verið í fararbroddi hvað útflutning víns varðar og var til að mynda fyrsti vínframleiðandinn frá Alsace til að flytja vín sín vestur til Bandaríkjanna eftir afléttingu áfengisbannsins. Sögur segja að Willm vínin hafi verið í miklu uppáhaldi hjá Al Capone eftir veru hans í Alcatraz.

Willm_enseigne  Willm_vignes01  white-wines-pt_2916474c

Alsace Willm eru einna þekktust fyrir víngarðinn sinn, Clos Gaensbroennel, sem býr til ein bestu Gewurztraminer vín veraldar. Víngarðurinn er í hjarta Grand Cru Kirchberg de Barr umkringdur 100 ára gömlum steinvegg. Nafnið, Clos Gaensbroennel, „gæsa brunnurinn“ kemur frá sjarmerandi gömlum brunni skreytur fallegri steina gæs sem stendur við enda víngarðsins.

wine-fish-dish_2916579b  wine-chicken_2916584k

Alsace-vín eru þekkt fyrir að vera með bestu matarvínum sem til eru. Riesling þrúgan frá Alsace er að marga mati stórkostlegasta hvítvínsþrúga sem til er en margir tengja hana við sæt og óspennandi hvítvín. Willm Riesling Réserve er til dæmis dúndurvín með sushi, ferskt með safaríkum ávexti og límónu, fullkomið vín fyrir sumarið. Í Vínbúðunum eru til sölu tvö önnur Willm Réserve vín úr þrúgunum Pinot Gris og Gewurztraminer og nýlega hófu þeir einnig sölu á Willm Cremant d‘Alsace Brut sem er engu síðra en gæða kampavín enda framleitt með sömu aðferð og stuðst er við í Champagne héraðinu.

 

 

 

Willm Pinot Gris Réserve 2014

4star

Pinot_Gris_Willm_reserve (2)

Passar vel með: Fiskur, kjúklingur, austurlenskur matur og reykt kjöt.

Lýsing: Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, sætuvottur, fersk sýra. Hunangsmelóna, pera.

Pinot Gris þrúgan er feykivinsæl þegar landinn velur sér hvítvín með mat enda hafa þau til að bera mildan sætleika sem gerir þau auðdrekkanleg án þess að verða væmin eða óþarflega þung. Þetta vín er í þurrari kantinum, frísklegt og frábært með mat.

Vinótek segir:

Þetta er ferskt og þægilegt hvítvín úr þrúgunni Pinot Gris, sem margir þekkja undir ítalska heitinu Pinot Grigio. Sítrus, sæt melóna, einfalt, ungt og afskaplega þægilegt, Smá sæta í ávextinum. Flottur fordrykkur eða með hvítum fiski.

 


Willm Gewurztraminer Réserve 2013

4star

Willm_Gewurztraminer_2014_Reserve (2)

Passar vel með: Sushi, fiskur, austurlenskur matur og ostar.

Lýsing: Ljóssítrónugult. Meðalfylling, smásætt, mild sýra. Ferskja, blóm, hunang, litsí.

Gewurztraminer-þrúgan gefur af sér höfug hvítvín, mikil að ilm og bragði, enda er náttúrulegt sykurinnihald þeirra hátt. Þar af leiðir að þau henta fjarska vel með krydduðum austurlenskum mat, ostum og villibráð með feitu eða olíuríku kjöti. Jafnan gefst best að drekka Gewurztraminer þokkalega kælt, einkum ef það er í sætari kantinum.

Vinótek segir:

Gewurztraminer er ein af eðalþrúgum Alsace-héraðsins og eins og nafnið gefur til kynna á hún það til að vera arómatísk og krydduð. Í nefinu sæt og krydduð angan af blóðappelsínum og greipávöxtum, rósum og reykelsi. Þykkt og nokkuð feitt, með sætum, krydduðum ávexti, þurrt með góðri .lifandi sýru. Mjög góð kaup. Afbragðsvín með t.d. reyktum lax, austurlenskum mat og fleiru.


Willm Cremant d‘Alsace Brut

4star

cremantbrut

Passar vel með: Fordrykkur, skelfiskur og smárréttir.

Lýsing: Létt fylling, þurrt, fersk sýra. Epli, pera, ristaðir tónar.

Vinótek segir:

Þetta freyðivín frá Willm í Alsace í Frakklandi er framleitt með sömu aðferð og stuðst er við í Champagne það er að segja að kolsýrugerjunin á sér stað flösku. Þrúgan sem er notuð er hins vegar að sjálfsögðu ein af Alsace-þrúgunum, í þessu tilviki Pinot Blanc og í Alsace rétt eins og í t.d. Búrgund eru freyðivín kölluð Crémant. Vínið er ljóst á lit og bólustreymið þétt og þægilegt. Angan af grænum og gulum eplum, svolítið þroskuðum. hunang og ferskjur. Vel uppbyggt og í góði jafnvægi út í gegn.

Share Post