Willm Pinot Gris Réserve 2014

4star

Pinot_Gris_Willm_reserve (2)

Passar vel með: Fisk, kjúkling og austurlenskum mat.

Lýsing: Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, sætuvottur, fersk sýra. Hunangsmelóna, pera.

 

Vinotek segir;

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi. Þetta er ferskt og þægilegt hvítvín úr þrúgunni Pinot Gris, sem margir þekkja undir ítalska heitinu Pinot Grigio. Sítrus, sæt melóna, einfalt, ungt og afskaplega þægilegt, Smá sæta í ávextinum. Flottur fordrykkur eða með hvítum fiski. 2.699 krónur. Mjög góð kaup.

Víngarðurinn Vín og fleira segir;

Ég hef áður skrifað um Riesling Réserve vínið frá Willm 2014 (****) og þetta er eiginlega alveg jafn gott þótt munurinn á Riesling og Pinot Gris sé töluverður. Það hefur gylltan lit með grábleikri slikju og það er augljóst að það hefur seigju í glasinu þegar því er þyrlað. Það er meðalopið með heillandi og búttaðan ilm þar sem greina má hunang, sæta sítrónu, perujógúrt, þrokaða steinaávexti, niðursoðna ávexti og einnig austurlenska tóna eins og lyche og ananas. Þetta er mun sætari og fyllri angan þessi ítölsku Pinot Grigio-vín sem ég er að fjalla líka um í dag.

Share Post