Lamberti Pinot Grigio 2015

3star

Passar vel með: Sushi, grænmetisréttum og smáréttum.

Lýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Pera, epli.

 

Víngarðurinn Vín og fleira segir;

Þessi Pinot Grigio kemur frá Norður-Ítalíu, nánar tiltekið innan þess svæðis sem við þekkjum sem Veneto (svæðið frá Garda-vatninu að Feneyjum), en þar sem Pinot Grigio er ekki leyfð í Veneto-vín verður að skilgreina þetta vín sem IGT Delle Venezia. Sem breytir í sjálfu sér afar litlu fyrir okkur neytendur. Það hefur strágulan lit með grænni slikju og meðalopna angan sem er bæði fersk og ungleg. Þarna eru perur, sætir sítrustónar, hv…ít blóm, nektarína og feitlagnir vax-tónar. Það er meðalbragðmikið með góða sýru og fremur einfaldan ávöxt og lengdin er ekkert til að hrópa húrra fyrir þótt það sé bara ágætt meðan það staldrar við. Það má finna í því peru, sítrusávexti, nektarínu og einhverja mjólkurfitu. Vel gert en ekkert gríðarlega persónulegt hvítvín sem er ágætt eitt og sér en er líka fínt með ýmsum forréttum, léttum fiskréttum, ljósu pasta og svoleiðis. Svona vín verða að vera eins ung og hægt er og ekki láta ykkur dreyma um að velja vín sem er orðið meira en 3 ára gamalt. Verð kr. 1.799.- Góð kaup.

 

Share Post