Willm Pinot Gris Reserve 2016

 

Vinotek segir;

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.  Pinot Gris (sama og Pinot Grigio á Ítalíu) frá Alsace eru þegar vel lætur eins og hér svakalega flott matarvín, þau hafa smá sætu og góða sýru sem gerir að verkum að þau hafa mikla breidd þegar kemur að mat. Hér eru í nefinu sætar og sykraðar mandarínur, sítrus og sætar perur, örlítil sæta í nefi og munni sem verður þá langt í frá ríkjandi, ferskt og þykkt.

 2.499 krónur. Frábær kaup. Með forréttum á borð við kæfu og graflax en einnig asískum réttum.

Share Post