Willm Gewuztraminer Reserve 2013

4star

 

Willm_Gewurztraminer_2014_Reserve (2)

Vinotek segir:

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

Gewurztraminer er ein af eðalþrúgum Alsace-héraðsins og eins og nafnið gefur til kynna á hún það til að vera arómatísk og krydduð. Í nefinu sæt og krydduð angan af blóðappelsínum og greipávöxtum, rósum og reykelsi. Þykkt og nokkuð feitt, með sætum, krydduðum ávexti, þurrt með góðri .lifandi sýru. 2699 krónur. Mjög góð kaup. Afbragðsvín með t.d. reyktum lax, austurlenskum mat og fleiru.

Share Post