Lamberti Prosecco Dry

4star

Vinotek segir:

Ítölsku Prosecco-freyðivínin hafa verið afskaplega vinsæl í nágrannalöndunum upp á síðkastið enda getur þau verið afskaplega ljúf, þægileg og síðast en ekki síst á hagstæðu verði.

Þetta er léttur og leikandi Prosecco frá Lamberti. Þroskuð og sæt gul epli , ferskjur og perur í nefi, þægilega þurrt í munni þó vissulega sé það sætara en brut-vín, mild, fersk sýra, bara ansi hreint ljúffengt freyðivín.

1.999 krónur. Frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Share Post