Saint Clair Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2017

Vínótek segir;

Sauvignon Blanc er sú þrúga sem Nýsjálendingar nota hvað mest og nýsjálenski stíllinn er einstakur. Þetta er ungt og þægilegt eintak af nýsjálenskum Sauvignon, sem sýnir mörg af hinum dæmigerðu einkennum þessara vína.

Vínið er fölgult á lit, smá grænir tónar og nefið vínsins einkennist af ferskum og skörpum sítrusávexti, lime, limebörkur og greip, þroskuð melóna, ástaraldin, þægilega grösugt, ferskar kryddjurtir og svolítið míneralískt.

Frábær kaup. Með bleikju og sítrónu, sushi og öðrum léttum réttum. Frábær fordrykkur.

Share Post