Pares Balta Mas Petit 2015

Vínótek segir;

Mas Petit er lífrænt ræktað rauðvín frá hinu frábæra vínhúsi Pares Balta í Pénedes í Katalóníu á Spáni, blanda úr þrúgunum Garnacha og Cabernet Sauvignon. Vínin frá Cusine-fjölskyldunni katalónsku sem stendur á bak við Pares Balta eru ávallt heillandi, sjarmerandi og persónuleg og ekki spillir fyrir að fjölskyldan leggur gífurlega áherslu á eins náttúrulega og lífræna ræktun og framleiðslu og kostur  er á.

Vínið er rauðfjólublátt á lit, fersk angan af berjum og blómum, skógarber, kirsuber, ávöxturinn heitur, þroskaður, nær sultaður, en á sama tíma ferskur með fínni sýru, nokkuð kryddað, svartar ólífur, mild vanilla þægilegt og þéttriðið í munni.

2.299 krónur. Frábær kaup. Það kaupa örugglega margir vínið vegna þess að það er bæði lífrænt og vegan. Fyrst og fremst er það hins vegar bara virkilega gott. Fínt með kjöti og kryddjurtum, s.s. lambi og rósmarín.

Share Post