Saint Clair Pioneer Block 17 Syrah 2014
Vinotek segir:
Ný-Sjálendingar komu sér upphaflega á kortið með hvítvínum úr Sauvignon Blanc og síðar Chardonnay en hafa upp á síðkastið ekki síður verið að vekja athygli fyrir rauðvín þar sem franskar þrúgur á borð við Pinot Noir og í seinni tíð einnig Merlot og Syrah eru notaðar.
Hér er það Rhone-þrúgan Syrah, ræktuð á Hawkes Bay-svæðinu, einnar ekru vín. Vínið er mjög dökkt, í nefi dökk kirsuber, kryddað, áberandi piprað, minnir á vín frá norðurhluta Rhone, smá Cote Rotie-fílíngur í víninu, þótt Nýji heimurinn leyni sér ekki heldur, eikað, mjög dökkt og þurrt súkkulaði, langt og þétt, mjúk tannín, margslungið.
3.299 krónur. Geggjuð kaup á þessu verði. Sérpöntun.