Ramon Roqueta Reserva 2014

Vínótek segir;

Reserva-vínið frá Ramon Roqueta hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur fyrir frábært hlutfall verðs og gæða. Þetta er hræbillegt vín en engu að síður er innihaldið alvöru. Það hefur nú fengið smá andlitslyftingu, umbúðirnar nútímalegri og endurspegla betur það sem bíður í flöskunni. Vínið er gert úr Tempranillo-þrúgunni, það er dökkt á lit, út í fjólublátt og angar af krækiberjum og kirsuberjum, þroskuðum plómum og reyk. Nokkuð kröftugt, ekki síst fyrir sinn verðflokk, ágætur tannískur strúktúr.

Verð kr. 1.899.- Frábær kaup. Með grillmatnum, ekki síst rauðu kjöti.

Share Post