Podere Brizio Rosso di Montalcino 2014

 

Vinotek segir;

Podere Brizio er lítið og ungt vínhús, stofnað fyrir rétt rúmum tuttugu árum á hinu þekkta Montalcino-svæði í suðurhluta Toskana. Eins og hjá öðrum vínhúsum á svæðinu er ekki verið að framleiða mörg vín, þau skiptast annars vegar í hin stóru Brunello di Montalcino og Brunello Riserva og hins vegar í yngri og einfaldari Rosso di Montalcino. Vínhúsið leggur mikla áherslu á sem náttúrulegasta ræktun og er að vinna að því að fá lífræna vottun.Sæt kirsuber, beiskar möndlur og fjólur, jörð, bjart og þægilegt með þessu einstaka jafnvægi á milli þykkrar ávaxtasætu og ferskrar sýru sem maður fær einungis í góðum ítölskum vínum. Flott matarvín. 2.999 krónur. Mjög góð kaup. Þetta vín þarf að sérpanta í verslunum ÁTVR.

Share Post