Henri Bourgeois Le Baronne 2013

Vinotek segir;

Henri Bourgeois er einn af bestu framleiðendum Sancerre-vína sem eins og allir vita eru þessi vín frá hjarta Frakklands einhver mögnuðustu Sauvignon Blanc-vín sem hægt er að fá. Í Sancerre eru hins vegar einnig framleidd rauðvín (og rósavín) úr Pinot Noir en þau sjást ekki oft hér á landi enda eru þau fyrst og fremst fáanleg á heimaslóðum og næsta nágrenni. Le Baronne er fallega ljósrautt, bjart og berjamikið, rauð ber, kirsuber, jarðarber og skógarber, örlítið krydd og örlítil eik, ferskt, lifandi og þægilegt. 3.999 krónur. Sérpöntun.

Share Post