Laurent Miquel Albarino 2014

3,5star

Laurent Miquel Albarino bottle

Vinotek segir:

Albarino-þrúgan er upprunnin frá vesturströnd Íberíuskagans, þetta er þrúgan sem notuð er í vínin frá Rias Baixas í Galisíu á Spáni og í norðurhluta Portúgal. Yndisleg hvítvínsþrúga sem farin er að teygja anga sína víðar. Þetta vín kemur frá Languedoc í suðurhluta Frakklands, eitt af vínunum frá vínhúsi Laurent Miquel.

Fallegur ljósgulur litur, angan er fersk, sítrusmikil, sítrónur og sítrónubörkur, nokkuð míneralískt, töluvert annar karakter en í spænsku vínunum, þarna er góð og fersk sýra, þéttur og fínn ávöxtur, þurrt. Matarvín.

2.799 krónur. Mjög góð kaup. Vín fyrir sushi, skelfisk og grillaðan eða steiktan fisk með sítrónu.

Share Post