Hardy‘s Nottage Hill Cabernet Shiraz 2013

4star

Nottage_Hill_Cabernet_Shiraz_75cl

 

Vinotek segir:

Það fer að verða hálf öld frá því að ástralska vínhúsið Hardy’s kynnti vínlínuna Nottage Hill til sögunnar en hún er kennd við einn af fulltrúum Hardy’s-fjölskyldunnar, Thomas Hardy Nottage og fyrstu vínin komu af ekrunni Nottage Hill í McLaren Vale fyrir utan Adelaide.

Þetta er hinn ágætasti Ástrali. Vínið dökkt með þykkum, feitum og krydduðum ávexti. Sultaðar plómur og sólber í bland við sæta vanillu, kókos og súkkulaði. Mjúkt og þykkt.

1.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Tilvalið vín fyrir grillið í sumar.

Share Post