Imperial Reserva 2015

 

 

„Imperial er Rioja-klassík í hnotskurn og verið í fremstu röð frá því að Cune setti fyrsta Imperial-vínið á markað fyrir rúmri hálfri öld. Nafnið má rekja til þess að flöskustærðin sem vínið var tappað á fyrir Bretlandsmarkað var af stærðinni „Imperial Pint“. Imperial hefur alla tíð síðan verið eitt af helstu vínum Rioja og það viðmið sem önnur vínhús horfa gjarnan til en Þrúgurnar koma af ekrum Cune á svæðinu Rioja Alta, fyrst og fremst Tempranillo (85%) og restin Graciano, Mazuela og Garnacha. Þetta er með betri Reservum frá Imperial og það mætti kannski lýsa stíl vínsins sem nútímalegri klassík. Það er þungt og eikað, með áberandi amerískri eik, vanillu og kókos en ávöxturinn er líka massívur með dökkum berjum. Það er stórt og langt, mikið um sig og kröftugum tannínum. Þetta er vín sem mun endast í mörg ár en er frábært núna. 4.399 krónur. Frábær kaup. Topp Rioja á góðu verði.“

Post Tags
Share Post