Hess Select Pinot Noir 2016

Vínótek segir;

Það er töluvert heitara og sólrikara í Kaliforníu en Búrgund þar sem Pinot Noir er upprunninn (eða Oregon þess vegna) og það setur oft mark sitt á vínin. Þetta ljúffenga Pinot-vín frá Hess er stútfullt af sætum, dökkum berjaávexti, kirsuberjum, jarðarberjum, möndlunúggat og mjólkurkaramella, það er þykkt og feitt með djúpum, og sultuðum ávexti, nokkuð áfengt án þess að það verði þungt eða of sætt, eikin mjög hófleg, algjört nammivín.

2.999 krónur. Frábær kaup. Tilvalið með kalkúninum. Sérpöntun.

Share Post