Hess Select Chardonnay 2017

 

Vinotek segir;

Monterey County er stórt víngerðarsvæði við Monterey-flóa á norðurströnd Kaliforníu þar sem Kyrrahafið hefur mikil áhrif og temprar heitt loftslagið. Þetta Chardonnay-vín frá Hess ber uppruna sínum merki, ávöxturinn er sólbakaður og suðrænn, liturinn ljósgulur og í nefinu þroskaður ananas, mangó og melóna ásamt sætri og þykkri vanillu, vínið mjúkt og rjómafeitt í munni en engu að síður prýðileg og fersk sýra. 2.799 krónur. Frábær kaup. Vín sem ræður vel við hvítt kjöt og sjávarrétti í rjómasósu. Fínt með grilluðum humar.

Post Tags
Share Post