Hess Collection Allomi Napa Cabernet Sauvignon 2016

Víngarðurinn segir;

„Undanfarin ár hafa íslenskir vínunnendur geta verslað sér vín frá Hess-víngerðinni í Kaliforníu, td North Coast Selection Cabernet en þetta vín hér, sem kemur frá Napa-dalnum er mun efnismeira og glæsilegra vín.

Allomi-víngarðurinn liggur í Norð-austurhluta Napadalsins og er nokkuð stór, eða um 85 hektarar og þar eru ræktaðir nokkrir mismunandi klónar af Cabernet Sauvignon sem svo er blandað saman í þetta vín. Það er þétt að sjá með dimm-fjólurauðan lit og meðalopna angan sem er býr yfir aðlaðandi og undirliggjandi sætu. Þarna eru dökku og sultuðu berin mesta áberandi einsog sólberjahlaup, bláberjasulta og krækiber en einnig eru þarna sultuð rauð ber, reykur, plómubúðingur, dökkt súkkulaði, vanilla og vænn skammtur af steinefnum. Það er svo nokkuð bragðmikið og afar fágað, ljúft og beinlínis hættulega mjúkt án þess að glata nokkuð af glæsileikanum því sýran er lifandi og fersk og tanníngrindin afar vel póleruð og háreist. Þarna eru sólber, bláber, dökkt súkkulaði, vanilla, steinefni og sultuð rauð ber. Eiginlega alveg ómótstæðilegt og ljúffengt Napa-Cabernet sem fer vel með allskonar lambakjöti, svíni, Wellington og mildri villibráð einsog innfluttu hreindýri. Verð kr. 3.999.- Frábær kaup. “

Post Tags
Share Post