Henri Bourgeois Sancerre „Les Baronnes“ 2016

Vinotek segir;

Vínhús Bourgeois-fjölskyldunnar er staðsett í þorpinu Chavignol í austurhluta Loire-dalsins. Chavignol er þekkt fyrir geitasostana sína (einn þekktasti geitaostur Frakka er Crottin de Chavignol) og á hæðunum á milli þorpanna Chavignol og Sancerre hafa um aldabil verið ræktuð Sauvignon Blanc-vín sem fara frábærlega með mat og þá ekki síst ostum – tölum nú ekki um með geitaosti. Þetta er að mörgu leyti skólabókardæmi um nútímalegan Sancerre, ljóst á lit og angan stútfull af brakandi ferskum og titrandi sítrus-ávexti, lime, greip, sítrónubörku, nokkuð míneralískt, bæði í nefi og munni, sýruríkt og ferskt.

3.899 krónur. Frábær kaup. Með hvítum fiski, gjarnan grilluðum.

Share Post