Hardy’s Nottage Hill Chardonnay 2020

 

 

Vinotek segir;

Áströlsku vínin hafa verið að þróast og taka stílbreytingum á síðustu árum í takt við breyttan smekk neytenda, raunar má segja að að eigi við um vín frá mörgum svæðum í Nýja heiminum. Þau eru í dag yfirleitt ferskari en þau voru hér á árum áður þegar að flest okkar komust í kynni við þau fyrst og eikin er sömuleiðis hófstilltari. Chardonnay-vínið í Nottage Hill línunni frá Hardy’s endurspeglar þetta ágætlega. Liturinn er ljósgulur og gefur til kynna heitt loftslagið, ávöxturinn suðrænn með áberandi sætum melónum, sítrus, ekki síst greip og vott af ananas. Eikin er þarna og bætir við smá sætri vanillu án þess þó að taka völdin. Mjúkt og ágætlega ferskt. 2.199 krónur. Mjög góð kaup. Flott vín fyrir peninginn, til að njóta í sólinni á pallinum eða með austurlenskum mat, hvort sem er taílenskum eða indverskum.

Post Tags
Share Post