Glen Carlou Chardonnay 2014

Vinotek segir;

„Vínhúsið Glen Carlou í Paarl í Suður-Afríku framleiðir mörg ágæt vín þar á meðal þetta Chardonnay í dæmigerðum Nýjaheimsstíl. Það er fallega ljósgult á lit og í nefinu eru sætir og suðrænir ávextir, smá sítrus en líka ferskjur, ananas og jafnvel bananar sem renna saman við milda og þægilega eikina. Ágætlega þykkt og mjúkt, þægilega ferskt.

2.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum laxi eða jafnvel humar.“

Share Post