Dievole Chianti Classico 2014

Víngarðurinn Vín Og Fleira segir;

Rúmlega 10 kílómetrum fyrir norðan Siena, í hjarta Chianti Classico-svæðisins er víngerðin Dievole til húsa. Þar gera menn allskonar vín og meðal annara þetta hér, Chianti Classico (það var einu sinni með öðrum flöskumiða en ég man ekki hvort hann breyttist 2012 eða 2013 og hét áður La Vendimia).Þetta er klassískur Chianti (nema hvað, þetta er Chianti Classico!) með rétt ríflega meðaldjúpan lit af svörtum kirsuberjum og dæmigert, meðalopi…ð nef þar sem finna má kirsuber, fjólur, leður, lakkrís, lyng, heybagga, eikartunnur og steinefni. Í munni er það þurrt, með góða sýru, fínt jafnvægi og tiltölulega mjúk tannín. Þarna má greina svört kirsuber, brómber, lakkrís, lyng, kakó og örlitíð af eikartunnum. Aðgengilegt og afar vel gert Chianti-vín sem slagar hátt í fjórar og hálfa stjörnu, enda árgangurinn alveg ágætur á þessum slóðum. Hafið með betra lambakjöti og öðru rauðu kjöti, fínni pastasósum og hörðum ostum. Verð kr. 2.999.- MJög góð kaup.

Skoða vöru í Vínbúðinni

Share Post