Cune Rosado 2015

4star

cune-rosado-2015

Lýsing: Ljósjarðarberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Jarðarber, hindber.

Vinotek segir;

Cune er eitt af stærstu og elstu vínhúsunum í Rioja og framleiðir mörg af betri vínum héraðsins. Þetta rósavín er hreint Tempranillo-vín en það er líka meginþrúga rauðu Rioja-vínanna. Liturinn er fagur, rauðbleikur og ilmur vínsins sömuleiðis, hann einkennist af rauðum og sumarlegum berjum, jarðarberjum og hindberjum, smá rifs. Í munni hefur vínið góðan og sumarlegan ávöxt, fínan ferskleika. Unaðslegt sumarrósavín. 1.999 krónur. Frábær kaup.

Share Post