Lífsvatnið fyrir lífsins gleðistundir

Mörg lönd Evrópu eiga sinn staðbundna sterka einkennisdrykk sem lýtur að ýmis konar hefðum og reglugerðum, allt eftir kúnstarinnar reglum. Augljós dæmi eru þau að Skotar og Írar hafa viskíið, Frakkar eiga brandý – bæði úr berjum (Cognac) og eplum (Calvados) og svo má lengi telja. Norðurlöndin (nema Finnar sem hafa vodka) eiga sitt ástkæra ákavíti, snaps sem á sér sögu allt aftur á 15.öld. Ákavíti tengist hátíðum og tyllidögum órjúfanlegum böndum í huga flestra, og það á ekki síst við um aðventuna og jólin.

 

Hvaða víti? Og hver er Áki?

Íslenska orðið ákavíti er komið úr hinu skandinavíska orði akvavit, sem aftur er tökuorð frá latínu – aqua vitae, sem merkir bókstaflega “vatn lífsins”. Ef þar er átt við lífið í jólahlaðborðum og öðrum mannfögnuðum á aðventunni er þarna réttnefni á ferð enda hressandi og beinlínis ómissandi að dreypa á ákavíti áður en sest er til borðs, einkum ef til stendur að gera vel við sig og sína á jólahlaðborði að hætti frænda vorra á hinum Norðurlöndunum.

_v2o9364_lowres

 

Verður að vera kúmen eða dill!

Ákavíti er unnið úr korni eða kartöflum, ekki ósvipað og gert er við framleiðslu á vodka. Að eimingu lokinni er ákavíti hinsvegar bragðbætt með jurtum og kryddi, og skandinavískt ákavíti verður reglum samkvæmt að fela í sér annað hvort bragð af kúmeni eða dilli. Litur þess er oftast gullinbrúnleitur og helgast af því að það er látið þroskast á eikartunnum. Einnig er ákavíti til glært, þá kallað taffel, en þá hefur það legið á eldri tunnum sem láta ekki lengur lit.

 

Eins og þér finnst það best

Eins og er með alla drykki eru reglur um meðlæti og framleiðslu einkum til í huga neytandans hverju sinni. Sumir kjósa að fá sér ákavíti við stofuhita úr sérríglösum á meðan öðrum finnst best að taka flöskuna beint úr frysti og dreypa á því ísköldu úr háu staupi eða skotglasi. Flestir njóta þess sem lystaukandi fordrykkjar en aðrir súpa á því með matnum því kryddin (og vínandinn!) bæta meltinguna á feitum mat – segja Skandinavar sem eru vanir vel feitum rifjasteikum til hátíðabrigða. Með síld, hinum sænska lútfiski og reyktum fiski, og sömuleiðis svínakjöti hefur það skipað sér ríka hefð og sé meiningin að halda norrænan “julefrokost” í heimahúsi er alveg bráðnauðsynlegt að hafa kælda ákavítisflösku til taks svo hægt sé að skála fyrir hátíðinni, vinum og góðu ári framundan.

fisk2a

Yfir Miðbauginn og aftur til baka

Loks er gaman að geta þess að norsku “Linie” ákavítin hafa skemmtilega sérstöðu til að bera. Nafnið er dregið af miðbaugslínunni og bera ákavítin þetta nafn því áður en þau eru sett á flösku er þeim hellt á sérrítunnur og þeim svo siglt suður fyrir Miðbauginn, alla leið til Ástralíu, og aftur til baka. Þetta er gert til að ákavítið sé stöðugt á hreyfingu í þann tíma sem siglingin tekur, komist í snertingu við mismunandi hitastig og hátt rakastig, og allt þetta stuðlar að því að vínandinn drekkur í sig meira bragð af viðnum í tunnunum og þroskast því enn hraðar og meira en ella. Hvort sælkerar kjósa svo glært taffel eða gullinbrúna línu þegar til mannfagnaðar er komið, það verður hver og einn að gera upp við sig. En hvert sem smekkur viðstaddra stefnir má víst telja að alltaf verður ákaflega gaman þá. Skál í boðinu!

 


 

Aalborg Jubilæum

 jubilaeums_100cl_12

Aalborg Jubilæum kom fyrst á markað árið 1946 í tilefni af aldarafmæli Aalborg Taffel ákavítisins. Aalborg Jubilee er hin gullna lúxus ákavítis útgáfa eimuð í dilli, kóríander fræjum og látin liggja á amerískri eik. Glæsilegt jafnvægi á dilli og kóríander fræjum með vott af stjörnuanís, sítrus og karamellu.

 

Passar vel með: miðlungs krydduðum mat, s.s. fisk og svínakjöti. Passar líka vel með bragðsterkum mat þar sem kóríander fara vel með sterkri matagerð.

 

Áfengis magn: 40%               Berið fram: Kælt (10 gráður celsíus)

 


 

Aalborg Juleakvavit

aalborgjuleakvavitbottle022016a 

Aalborg Jólaákavíti kom fyrst á markað 1982 og hefur verið gefið út í kringum jól á hverju ári síðan. Uppskriftin er ávallt sú sama og búin til eftir gömlum reglum og hefðum og er þess vegna hærri í styrkleika og með ríkari kúmen tóna en venja er. Við eimingu er ákavítið bragðbætt með kúmeni, dilli og kóríander. Jólaákavítið hefur öflugan ilm af kúmeni með appelsínu-, möndlu- og kóríander tónum í eftirbragði.

 

Passar vel með: hefðbundnum norrænum “julefrokost”, s.s. síld, lax, purusteik, svínakjötbollum, súrum gúrkum og lifra pate.

 

Áfengis magn: 47%               Berið fram: Ískalt beint úr frysti (-18 celsíus)

 


 

Linie Aquavit

lysholm-linie-100-cl

Linie Aquavit er um 200 ára gömul uppskrift, bragðbætt með sérstökum jurtum og kryddum sem gefur ákavítinu frábrugðið bragð. Áður en ákavítið fer á flösku er því hellt á sérrítunnur og því siglt suður fyrir Miðbaug, alla leið til Ástralíu, og aftur til baka. Þetta gefur ákavítinu frábært jafnvægi á milli kryddjurtanna og sérrí tónanna frá eikinni.

 

Passar vel með: reiktum lax, marineruðum fisk og með öðrum mildum sjárvarréttum.

 

Áfengis magn: 40%               Berið fram: Við stofuhita (20 gráður ceslíus)

 

Share Post