Cune Reserva 2016

 

 

Vinotek segir;

CVNE sem framleiðir Cune er með traustari framleiðendum Rioja-vína. Fyrirtækið á sér 150 ára langa sögu, er enn rekið af sömu fjölskyldunni, Real de Asúa en vínin halda stöðugt áfram að þróast og nútímavæðast.

Þessi Reserva frá 2016 gerð úr þrúgum frá Rioja Alta er hörkuflott, liturinn dimmrauður og í nefinu þokkafull angan þar sem þroskuð kirsuber eru áberandi, sultaðar plómur og sæt vanilla og kókos. Það er þétt í munni, ferskt með kröftugum tannínum og þykkum ávexti. 2.999 krónur. Frábær kaup. Með góðri nautasteik eða lambakjöti.

Post Tags
Share Post