Cune Reserva 2015

 

 

Vinotek segir;

„Cune er eitt af þekktustu nöfnum Rioja á Spáni en það er eitt af þremur vínhúsum innan CVNE (Compania Vinicola del Norte de Espana). Hin tvö heita Vina Real og Contino og öll þrjú hafa sína sérstöðu í Rioja og eru í hópi þeirra bestu í sínum flokki. Cune hefur verið að breyta stíl vína sinna á síðustu árum og færa þau nær „nútímalega“ stílnum í Rioja þar sem meiri áhersla er lögð á ávöxt og aðeins minni á eik, þó eikin gegni enn lykilhlutverki eins og í flestum Rioja-vínum, enda varla annað hægt þar sem þetta vín var látið liggja í átján mánuði á tunnu, blöndu af tunnum úr franskri og amerískri eik. Þrúgurnar í Reserva-vínið koma frá nyrsta svæði Rioja, sem heitir Rioja Alta og árgangurinn 2015 er flokkaður sem „mjög góður“ af hinu opinbera eftirlitsráði Rioja, Consejo Regulador. Liturinn er dökkrauður út í rauðblátt, ávöxturinn er rauður og nefið kryddað, sæt eik, örlítið ristuð, kaffibauni, jörð. Þykkt og nokkuð aflmikið í munni, ferskt, mjúk tannín og góð sýra. 2.999 krónur. Frábær kaup. Reynið með hægelduðu lambalæri. “

Post Tags
Share Post