Cune Gran Reserva 2014
Vinotek segir;
Árgangurinn 2014 í Rioja var svalur á spænskum mælikvarða og það endurspeglast auðvitað í vínunum sem eru mörg ferskari og sýruríkari en í heitari árum. Í þessu frábæra Gran Reserva-víni frá Cune má segja að það endurspeglist í víni sem er nokkuð „Bordeaux-legra“ í strúktúrnum en almennt, tannínin eru meira áberandi, þéttari, dökkrauður ávöxturinn ferskur, þéttur, þarna eru dökkristaðar kaffibaunir og smá vindlakassi og tóbakslauf. Vínið er kröftugt og yfirbragðið ungt, því má vel umhella og þetta er vín sem mun halda áfram að batna næstu fimm árin hið minnsta. 3.498 krónur. Frábær kaup. Elegant og flott Rioja-vín, umhellið og njótið með góðri steik.