Clacson GSM 2015

 

Clacson rauðvín

Vinotek segir;

Clacson-vínin eru suðurfrönsk og það á líka við um þrúgurnar sem eru notaðar í þetta vín, hin klassíska blanda úr þrennunni Grenache, Syrah og Mourvedre sem að Ástralir gerðu fræga á sínum tíma. Dökkrauður litur, rauð ber áberandi í nefi, rifsber, kirsuber, berin þroskuð, sæt, allt að því sultuð, ávöxturinn mjúkur í munni, sætur, léttur, milt og þægilegt Miðjarðarhafsvín.
1.999 krónur. Mjög góð kaup. Með ostum eða léttum kjötréttum.

Share Post