Altanza Crianza 2017

 

Víngarðurinn segir;

Bodegas Altanza er með yngri vínhúsum Rioja á Spáni en líka með þeim áhugaverðari. Það var stofnað af hópi athafnamanna í Rioja fyrir rúmum tveimur áratugum, árið 1998 og fyrstu vínin litu dagsins ljós einum fjórum árum síðar. Vínekrur Altanza ná í dag yfir eina 160 hektara og víngerðin er með þeim nútímalegri á svæðin.

Hinn klassíski stíll Rioja-vína svipar mjög til Bordeaux-vína þegar kemur að strúktúr og uppbyggingu vínanna. Þessi Crianza er hins vegar miklu frekar Búrgundarleg, fínleg í allri uppbyggingu, margslungin og elegant. Ávöxturinn rauður og bjartur, þurrkaðar kryddjurtir og blóm, mildur sedrus-viður, ferskt, smá festa í tannínum án þess að þau taki völdin.

2.499 krónur. Frábær kaup, elegant og heillandi Rioja-Crianza. Með skinku eða ostum. Hálf viðbótar stjarna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Post Tags
Share Post