Adobe Reserva Chardonnay 2019

 

 

Vinotek segir;

„Vínhéraðið Casablanca er norður af chilensku höfuðborginni Santiago og eitt helsta einkenni þess er að á nóttunni læðist svalandi sjávarloftið frá Kyrrahafinu inn í dalinn og kælir niður eftir heitan daginn. Slíkar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir hvítvínsþrúgur og þaðan koma einmitt mörg af bestu hvítvínum Chile. Þetta vín frá Adobe er gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum eins og önnur vín hússins, liturinn er tær og fölgulur og í nefi fersk angan af suðrænum ávexti, ferskjum, greipávexti og ananas. Í munni fersk og þægileg sýra og sætur og mjúkur ávöxtur. 2.099 krónur. Frábær kaup. Ljúft og gómsætt vín, tilvalið sem fordrykkur eða með léttum sjávarréttum, fínt með sushi..“

Post Tags
Share Post