Adobe Cabernet Syrah Carmenére 2018 BIB

 

 

Vinotek segir;

„Þetta rauða kassavín er framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum líkt og önnur vín chilenska vínhússins Adobe. Þrúgunar eru þrjár, allar franskar að uppruna en eiga það líka sameiginlegt að þær hafa fyrir löngu sýnt að þær una sér vel á vínræktarsvæðum Chile. Þetta er ungt vín og liturinn er dimmrauður og djúpur, það er berjakompott í nefinu, þroskuð og örlítið sólbökuð sólber, brómber og kirsuber og ristaðar kaffibaunir. Vínið hefur ágætis fyllingu í munni, tannín eru mjúk og yfirbragðið þurrt. 6.999 krónur eða sem samsvarar um 1.750 krónur á hefðbundna 75 cl flösku. Frábær kaup á þessu verði, vín sem er tilvalið með grilluðu kjöti. “

Post Tags
Share Post