Whisky Collins með japönskum blæ

 

Hráefni:

6cl Nikka Coffey Grain viskí

2,5cl Sítrónusafi

1,5cl Sykursíróp

15cl Sódavatn

Aðferð:

Setjið Nikka Coffey Grain, sítrónusafa og sykursíróp í kokteilhristara og hristið vel saman. Hellið í glas og bætið við sódavatni.   

Sykursíróp

Setjið í pott vatn og sykur – í jöfnum hlutföllum. Látið suðuna koma upp og slökkvið þá undir og látið kólna.